Listahátíð í Reykjavík 22. maí - 5. júní 2014 Fyrstu viðburðir vorsins kynntir

Tuttugasta og áttunda Listahátíð í Reykjavík verður haldin dagana 22. maí til 5. júní 2014. Við kynnum nú tvö fyrstu verkefnin á hátíðinni sem unnin eru í samstarfi við Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið:

Der Klang der Offenbarung des Göttlichen er nýtt myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartansson, með tónlist eftir Kjartan Sveinsson, sem sýnt verður á stóra sviði Borgarleikhússins á Listahátíð í vor.

SAGA er hárbeitt brúðusýning fyrir fullorðna frá Wakka Wakka leikhópnum sem verður gestur Listahátíðar í Reykjavík í vor með verðlaunaða brúðusýningu fyrir fullorðna.

Lesa meira